news

Jólagjafir frá foreldrafélaginu

22 Des 2020

Stjórn foreldrafélags Dalborgar kom færandi hendi með æðislegar jólagjafir inn á allar deildir leikskólans.

Við í leikskólanum erum afar þakklát að fá svona flottar og rausnarlegar gjafir frá ykkur kæru foreldrar. Gjafirnar voru akkúrat þar sem hver deild óskaði sér og vantaði :)

Snillingadeildin fékk borð til að setja ofan á ljósborðið sitt, með borðinu er hægt að fara í allskonar skemmtilegar tilraunir án þess að eiga hættu á að skemma ljósborðið sjálft. Einnig fengu þau fötu af leirsandi sem einmitt er hægt að nota á ljósborðið líka.

Græna deildin fékk flotta segulkubba sem innihalda einnig stafrófið, með kubbunum geta þau framkallað hús, allskonar form og margt fleira. Kubbarnir ýta undir stærðfræði og rýmisgreindina.

Rauða deildin óskaði eftir nýjum tréspilum og þau fengu þrjú flott spil sem hægt er að nota á ýmsa vegu, hægt er að spila Bingó, Lotto, finna hlut í pokanum og ýmsilegt fleira. Spilin efla m.a. málgreindina og nýtast mjög vel til málörvunar.

Bláa deildin þarf að bíða aðeins eftir sinni gjöf þar sem mottan sem óskað var eftir var ekki til á lager, en mottan er stór hringlótt með flottum stöfum og mynstri.