Góðar síður fyrir foreldra/forráðamenn og starfsfólk leikskóla til að auka málörvun leikskólabarna,

Orðaleikur er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál en námsefnið getur nýst á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi og fyrir alla sem vilja læra einfaldar aðferðir til að efla orðanám barna. Námsefnið miðar að því að kenna grunnorðaforða íslenskunnar á fjölbreyttan hátt og mynda þannig krækjur til að kenna flóknari orð. Námsefnið er notendum að kostnaðarlausu.

https://sites.google.com/view/ordaleikur/heim

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka er síða Hlín Magnús dóttir hefur þróað og þar inni er fullt af skemmtilegum verkefnum og námsefni sem hægt er að nálgast til útprenntunar og einnig er hægt að kaupa t.d. vekefnahefti, veggspjöld, spil og segla.

Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Íslenski málhljóðakassinn er nú aðgengilegur á rafrænu formi og hægt er að prenta efnið út eftir þörfum. Á vefnum eru allir orðalistar og myndir auk bókstafa og fjölbreyttum hugmyndum að vinnu með kassann. Efnið má nota með nemendum á öllum aldri og ÍSAT-nemendum til að kenna og leiðrétta framburð, þjálfa hlustun og hljóðgreiningu, efla orðaforða og hugtakanotkun og undirbúa lestur og ritun.

https://klb.mms.is/klb/malhljodakassinn

Vefsíða inn á vef menntamálastofnunar sem heitir Orðasjóður en þar inni er námsefni til málörvunar, handbækur fyrir kennara og vinnublöð til ljósritunar.

https://vefir.mms.is/ordasjodur/index.htm