Lög foreldrafélags leikskólans Dalborgar

1.gr.

Félagið heitir Foreldrafélag leikskólans Dalborg, kt. 530999-3009. Heimili þess er á Eskifirði.

2.gr.

Félagar eru foreldrar og/eða forráðamenn barna í Dalborg en þeir verða sjálfkrafa félagar er börn þeirra hefja dvöl við leikskólann

3.gr.

Markmið foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna með því að stuðla að:

-Aukinni samvinnu foreldra og starfsfólks og foreldra innbyrðis um starfsemi og aðbúnað leikskólans.

-Því að leggja hagsmunum barna lið bæði innan leikskólans og út á við.

-efla samstarf heimilis og skóla

-koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi leikskólamál

-efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn leikskólans

-koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við leikskólann

-taka þátt í samstarfi við önnu foreldrafélög og samtök foreldra

-tryggja sem besta velferð barna í leikskólanum

-Foreldrafélagið fer jafnframt með hlutverk foreldraráðs.

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, 11.gr. skal foreldraráð gefa umsagnir til leikskóla og fræðslunefndar Fjarðabyggðar um skólanámsskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi. Leikskólastjóra ber að starfa með ráðinu.

4.gr.

Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi og reikningar sendir út í nóvember. Eitt gjald er greitt fyrir hvert lögheimili. Eru sendir seðlar inn á einkabanka foreldra.Gjaldið rennur í sjóð sem stendur straum af kostnaði við starfsemi félagsins. Þar ber helst að nefna viðburðir innan og utan leikskólatíma sem og gjafir til barna eða til leikskólans.

5.gr.

Á fyrsta fundi vetrar skal stjórn skipta með sér verkum. Skipa skal formann, gjaldkera og ritara.

6.gr.

Kosning til stjórnar félagsins skal fara fram á aðalfundi. Stefnt skal að því að hver deild leikskólans eigi fulltrúa í stjórninni. Auk þess situr einn fulltrúi starfsmanna í stjórn og sinnir leikskólastjóri því hlutverki. Stjórnina skipa því samtals 5 fulltrúar. Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji í tvö ár í senn.

7.gr.

Fundir skulu haldnir eigi sjaldnar en annan hvern mánuð og skulu formaður og leikskólastjóri sjá um að ákveða og tilkynna þá.

8.gr.

Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir.

9.gr

Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna, vinna stjórnarmanna og annarra félagsmanna við þau skal vera innan ramma markmiða félagsins. Að því marki sem ákvörðunum aðalfundar um leiðir að markmiðum félagsins nýtur við, skal farið eftir þeim. Stjórnin kemur saman svo oft sem þurfa þykir þó ekki sjaldnar en ársfjórðungslega.

10. gr.

Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. september til 1. nóvember ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu með minnst viku fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:

a. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.

b. Reikningar félagsins.

c. Kosning til stjórnar.

d. Lagabreytingar.

e. Ákvörðun félagsgjalda.

f. Önnur mál.

11. gr

Lagabreytingar ná því aðeins fram að ganga að þær séu bornar upp skriflega á aðalfundi og 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði.

Lög þessi voru samþykktar á aðalfundi félagsins þann 26.október 2020