Lög foreldrafélags leikskólans Dalborgar

1. gr.

Félagið heitir Foreldrafélag Dalborgar.

2. gr.

Félagar eru foreldrar eða forráðamenn barna á leikskólanum Dalborg og ganga þeir sjálfkrafa í félagið þegar barn byrjar á leikskólanum.

3. gr.

Markmið foreldrafélagsins:

- auka samvinnu foreldra og starfsfólks og foreldra innbyrðis um aðbúnað og starfsemi leikskólans.

- leggja hagsmunum barna lið út á við.

- efla samstarf heimilis og leikskóla

- koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi leikskólamál

- efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn leikskólans

- koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við leikskólann

- taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra

- tryggja sem besta velferð barna í leikskólanum

4. gr.

Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Gjaldið er greitt tvisvar sinnum á ári, annars vegar í mars og hins vegar í október. Eru sendir seðlar inn á einkabanka foreldra. Gjaldinu er ætlað að standa straum af ýmsum uppákomum eins og leiksýningum, vorferð og útskriftarferð. Einnig er gjaldið ætlað til gjafakaupa fyrir leikskólann eins og t.d. jólagjafir.

5. gr.

Á fyrsta fundi vetrar skal stjórn skipta með sér verkum. Skipa skal formann, gjaldkera og ritara.

6. gr.

Kjósa skal þrjá fulltrúa úr röðum foreldra/forráðamanna og skal þess gætt að hver deild eigi fulltrúa í stjórninni. Hún skal skipuð 6 fulltrúum; formanni, gjaldkera, ritara og þremur meðstjórnendum. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji tvö ár í senn í stjórn.

7. gr.

Fundir skulu haldnir eigi sjaldnar en annan hvern mánuð og skulu formaður og leikskólastjóri sjá um að ákveða og tilkynna þá.

8. gr.

Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir.

9. gr.

Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna, vinna stjórnarmanna og annarra félagsmanna við þau skal vera innan ramma markmiða félagsins. Að því marki sem ákvörðunum aðalfundar um leiðir að markmiðum félagsins nýtur við, skal farið eftir þeim. Stjórnin kemur saman svo oft sem þurfa þykir þó ekki sjaldnar en ársfjórðungslega.

10. gr.

Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. september til 1. nóvember ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu með minnst viku fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:

a. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.

b. Reikningar félagsins.

c. Kosning til stjórnar.

d. Lagabreytingar.

e. Ákvörðun félagsgjalda.

f. Önnur mál.

11. gr

Lagabreytingar ná því aðeins fram að ganga að þær séu bornar upp skriflega á aðalfundi og 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði.