Svefn og hvíld

Til þess að börn geti viðhaldið andlegri og líkamlegri heilsu og tekist á við lífið og leikinn, þurfa þau að fá nægilegan svefn og hvíld. Hegðun barna, heilsufar og lífsþróttur mótast af því hversu vel og reglulega þau sofa og hvílast. Eftir hádegismatinn í leikskólanum tekur við hvíld þar sem yngstu börnin sofa og þau eldri eiga saman rólega stund

Lögð er áhersla á:

  • að skapa rólegt og notalegt umhverfi
  • að auka vellíðan barnanna
  • að róa líkama og hug