Uppeldi til ábyrgðar er uppeldis- og samskiptastefna sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna, þjálfa þau í að ræða tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Þeim er gefið tækifæri til að leiðrétta mistök sín og þeim kennt að uppfylla þarfir sínar á jákvæðan hátt. Þar er talað um að grunnþarfir barnsins eru fimm og mismunandi hversu ríkjandi þær eru hjá hverjum og einum. Þarfirnar eru:

öryggi, tilheyra, áhrif, gleði og frelsi.

Í uppeldi til ábyrgðar fær barnið tækifæri til að takast á við mistök sín á uppbyggilegan hátt, skoða hvað það var sem það gerði rangt og hvað það hefði getað gert öðruvísi. Barnið lærir að bæta fyrir mistök sín og finnur hvernig það styrkist af því. Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í að skoða eigin hegðun og ræða um hvernig þau ætla bregðast við sambærilegum aðstæðum næst.