Í Dalborg erum við með Lubbastundir. Lubbastundirnar eru byggðar upp á bókinni Lubbi finnur málbein, íslensku málhljóðin sýnd og sungin eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn.

Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegastur að gelta og þá heyrist „voff – voff“. En Lubba langar mikið til að læra að tala. Þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Eins og flestir hundar þá elskar Lubbi bein og ætla börnin að hjálpa Lubba að finna öll málbeinin í Lubbabókinniog læra öll málhljóðin. Hvert málhljóð er táknað með litlum og stórum bókstaf og á sér ákveðið tákn eða hreyfingu sem tengist hljóðinu.Með því að tengja hljóðið við táknrænu hreyfinguna er auðvelt að læra það og muna.

Hvert málhljóð á sér sungna vísu með hreyfingum og það er hægt að hlusta á vísurnar á Spotify og einnig hægt að horfa á Youtube með hreyfingunum.

https://www.youtube.com/@lubbifinnurmalbein1879