news

Sumarlokun leikskóla 2021

22 Des 2020

Fyrir liggur minnisblað um sumarlokun leikskóla. Í minnisblaðinu er gert ráð fyrir fjögurra vikna sumarlokun eða 20 virkum dögum og er það í samræmi við starfsáætlun í fræðslumálum og niðurstöðu starfshóps um sumaropnun leikskóla. Þá kemur fram að sumarlokun leikskólanna verði stillt af þannig að sumarlokun leikskólanna fimm spanni í það minnsta tvo mánuði sumarsins. Lagt er til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2021 verði þessi:

Lyngholt Reyðarfirði 09.06-07.07 báðir dagar meðtaldir
Eyrarvellir Norðfirði 28.06-23.07 báðir dagar meðtaldir
Dalborg Eskifirði 07.07-04.08 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 16.07-13.08 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 16.07-13.08 báðir dagar meðtaldir


Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.