news

Snillingadeildin fékk gjafabréf :)

30 Sep 2020

Íþróttafélagið Austri á Eskifirði kom færandi hendi í síðustu viku og afhentu elstu börnum leikskólans, Snillingunum, gjafabréf að verðmæti 10.000 kr. Styrkurinn er ætlaður sem hvati fyrir börn til að æfa íþróttir og nýtist sem styrkur upp í æfingagjöldin :)

Það sem er í boði fyrir krakka á Eskifirði sem fædd eru 2015 eru :

* Fótboltaæfingar 8.flokkur Æfingar eru 1x í viku á föstudögum kl 16:00-17:00

* Skíðaskóli / stubbaskóli Jennýjar.

Börnin á Snillingadeild voru svakalega ánægð með þessa gjöf :D