news

Jólagjafir foreldrafélagsins

20 Des 2017

Foreldrafélag Dalborgar kom færandi hendi með jólagjafir fyrir deildarnar. Eins og síðustu ár hefur leikskólinn fengið flottar og veglegar gjafir inn á hverja deild og var engin undantekning á þetta árið.

Snillingadeildin fékk gefnis svokallaða smelliramma sem byggjast upp á þremur formum og erum sniðugir fyrir rökhugsun.

Græna deildin fékk einnig smelli kubba en aðeins öðruvísi en þeir eru í mismunandi litum og formum. Góð leið til að kynna börnunum fyrir efnivið sem gaman er að byggja úr.

Rauða deildin fékk Veiðispil, þar sem þau geta veitt upp fiska með veiðistöng sem er með segli. Fiskarnir eru í mismunandi litum og með tölustafi.

Bláa deildin fékk kósý sófa sem hægt er að leggja út svo þau geti kúrt eftir hvíldina.

Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir þessar frábæru gjafir og óskum öllum gleðilegra jóla :D