news

Heilsudagar Dalborgar

18 Maí 2020

Dagana 12. og 13. maí voru heilsudagar í Dalborg. Ýmislegt skemmtilegt var gert í tilefni dagana og lagt var áherslu á allt sem tengist heilbrigðu líferni. Í ávaxtastund var reynt að hafa fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum, eins og til dæmis hnúðkál, grasker, blómkál og mangó. Jón matráður framreiddi æðislegt grænmetis lasagna með kús kús og salati, sem börnin borðuðu flest hver með bestu lyst :)

Deildarnar buðu upp á fjölbreyttar æfingar, útileiki og vettvangsferðir.

Heilsudagarnir í Dalborg komu til þegar Fjarðbyggð varð þátttakandi í Heilsueflandi samfélagi. Heilsudagarnir hafa tekist svo vel til að þeir eru orðnir fastir liðir á skóladagatali leikskólans.

Hér koma myndir frá deginum