news

Gleðileg jól frá Dalborg

21 Des 2020

Eins og flest öll jól þá hefur verið nóg um að vera í Dalborg þrátt fyrir heimsfaraldur :). Börnin bökuðu og skreyttu piparkökur sem þau fóru með heim til foreldra sinna til að njóta á aðventunni.


Árgangar 2015, 2016 og 2017 fóru í heimsókn í kirkjuna þar sem þau áttu notalega stund saman með prestunum þeim Benjamín og Erlu. Haldin var hin árlega jólastund sem var með aðeins breyttu sniði vegna sóttvarnarreglna en úr varð hin notalegasta stund þar sem gleði og kósýheit voru í hávegum haft. Jökull Logi, Svanhildur Sól og Berglind spiluðu fyrir okkur nokkur jólalög áður en rauðklæddu sveinarnir komu og léku sér á leikskólalóðinni. Börnin voru mis glöð við uppátæki sveinanna ;) en sum hver voru ansi fengin að þeir fengu ekki að koma inn í leikskólann og héldu sig bara á lóðinni. Jólasveinarnir komu þó færandi hendi með góðgæti í pokunum sínum og réttu pokana með öllum sóttvarnarreglum á hreinu.

Við óskum öllum gleðilegra jóla og þökkum kærlega fyrir samveruna síðasta ár. Við hlökkum til að hefja nýtt og spennandi ár með hækkandi sól og vonandi minni sóttvarnarreglum :)