Enn breytist í starfsmannahópnum :)

22 Ágú 2017

Enn bætist í starfsmannahópinn í Dalborg :) Þær Harpa Mjöll og Helena Rut byrjuðu með látum í síðustu viku og þessari. Harpa Mjöll kemur til með að vera inn á rauðu deild og Helena inn á grænu. Við bjóðum þær velkomnar til starfa :)

Hún Henný sem byrjaði hjá okkur í síðustu viku hefur ákveðið að halda frekar áfram í leikskólanum Lyngholti en hún starfaði þar í eitt ár áður en hún kom til okkar. Við þökkum henni fyrir vikuna og óskum henni velfarnaðar á Lyngholti :)