news

Eldhús að gjöf :)

29 Sep 2020

Í fyrra var leikskólinn 20 ára og fékk leikskólinn peningastyrki í afmælisgjöf frá góðum fyrirtækjum í bænum ásamt foreldrafélagi leikskólans. Fyrir upphæðina var síðan loks eftir fæðingarorlof leikskólastjórans og covid takmarkanir keypt skemmtilegt hlutverkaleikseldhús. Eldhúsið kemur frá Community Playthings er mikið notað á leikskólum á Íslandi og hefur reynst einstaklega vel. Fyrirtækið framleiðir vönduð og falleg húsgögn og einingar sem hægt er að setja saman á mismunandi hátt úr tré, aðallega birki.

Við í leikskólanum Dalborg viljum þakka Eskju, Egersund, Tanna Travel og Foreldrafélagi Dalborgar kærlega fyrir þessa frábæru gjöf og börnin eiga eftir að njóta þess að leika sér í ókomna tíð :D