news

Dagur leikskólans í Dalborg

06 Feb 2018

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar árlega en tilgangurinn með honum er að auka jákvæða umræðum um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Eins og síðustu ár fór Dalborg á stúfana og hengdi upp listaverk í fyrirtækjum hér í bæ :)

Snillingadeildin hengdi upp verk í gluggana á bókasafninu svo auðvelt er fyrir foreldra og aðra bæjarbúa að skoða afraksturinn :)

Græna deildin fékk sér göngutúr út á heilsugæslustöð og hengdi upp samvinnulistaverk þar sem hver og einn teiknaði sjálfsmynd.

Rauða deildin fer með sitt samvinnuverkefni út á Hulduhlíð og nýtir tímann einnig til að syngja eitt - tvö lög fyrir ábúendur þar :)

Bláa deildin málaði síðan stórt listaverk í sameiningu og hangir það á ganginum í Sundlaug Eskifjarðar

Við hvetjum að sjálfsögðu alla að gera sér ferð í viðkomandi fyrirtæki og skoða fallegu verk barnanna í Dalborg :)