news

Afmælisgjöf til Dalborgar

07 Jún 2019

Heil og sæl

Eins og flestir vita þá varð Dalborg 20 ára á miðvikudaginn eða þann 5. júní. Haldin var vorsýning og afmælishátíð í tilefni dagsins sem heppnaðist mjög vel þrátt fyrir ákveðið plássleysi ;).

Í hamaganginum í veislunni þá gleymdist að segja frá því að leikskólanum hefur borist gjafir frá góðum aðilum í bænum. Við höfum fengið um 180 þúsund frá fyrirtækjum í bænum sem mun fara upp í lítil húsgögn frá Krumma í hlutverkaleik. Einnig gaf foreldrafélagið okkur lítið þríhjól í hjólaflotann okkar :)

Við þökkum Egersund, Tanna Travel, Eskju og Foreldrafélaginu kærlega fyrir þessar æðislegu gjafir.

Foreldrafélag Dalborgar í samvinnu við Íbúasamtök Eskifjarðar afhendu einnig formanni fræðsluráðs undirskriftarlista frá íbúum Eskifjarðar þar sem skorað er á Fjarðabyggð að hefjast handa við stækkun leikskólans sem fyrst.

Íbúasamtökin létu útbúa þennan stein í tilefni dagsins :)