Veðurfræðingur

Á elstu deildunum (3 ára og eldri) er 1 veðurfræðingur hverju sinni. Veðurfræðingurinn athugar hvernig veður er og velur mynd sem er lýsandi fyrir veðrið þann daginn. Veðurfræðingurinn og kennari meta í sameiningu hvers konar klæðnað börnin þurfa í útivist þann daginn og festa viðeigandi myndir af klæðnaði upp á spjaldið. Öllum er svo sýnt spjaldið og þá sjá allir hverju eigi að klæðast hverju sinni.

Lögð er áhersla á:

  • að börnin kynnist veðri og náttúru
  • að börnin læri að meta veðuraðstæður
  • að börnin læri að meta í hvaða föt þau þurfi að fara í miðað við veður
  • að börnin verði sjálfstæð í að klæða sig.


Klæða sig í og úr

Eftir því sem barnið eldist og þroskast fer það að klæða sig sjálft í og úr en fær hjálp við það sem það þarfnast. Þetta eykur sjálfstæði þess og styrkir sjálfsmynd.

Lögð er áhersla á:

  • að efla sjálfstæði barnanna
  • að hvetja börnin til þess að klæða sig sjálf og fá aðstoð við það sem þau þurfa
  • að gefa börnunum þann tíma sem þau þurfa til þess að klæða sig
  • að börnin læri að klæða sig eftir veðri
  • að börnin læri sjálf að ganga frá fatnaði sínum
  • að hafa fá börn í einu í fataklefanum


Nauðsynlegt er að börnin hafi ávallt með sér föt til skiptanna (buxur, peysu, nærföt, sokka og sokkabuxur). Aukafatnaður geymist í boxum og með því að kennarar merki við hvað vantar, er foreldrum gert auðvelt að tryggja hverju barni fatnað við hæfi.

Klæðnaður barnanna þarf að miðast við að þau geti tekið þátt í öllu því starfi sem hér fer fram. Í Dalborg er m.a. unnið með leir, lím og málningu og þótt reynt sé að vernda fatnaðinn tekst það ekki alltaf. Auk þess þurfa þau að hafa viðeigandi útivistarfatnað.

Mikilvægt er að foreldrar merki fatnað barna sinna.

Leikskólinn tekur enga ábyrgð á fatnaði.